Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna gruns um að bifreið hafi farið í sjóinn við Reykjavíkurhöfn.
Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is.
Ekki liggja frekari upplýsingar fyrir að svo stöddu.
Að sögn sjónarvotts er mikill viðbúnaður á svæðinu. Um sex sjúkrabifreiðar, tveir slökkviliðsbílar og töluverður fjöldi lögreglubifreiða eru við höfnina. Þá séu að auki tveir björgunarbátar.
Búið er að loka hafnarsvæðinu að sögn sjónarvotts.
Uppfært klukkan 14:05
Búið er að sækja einn úr bifreiðinni. Verið er að flytja hann á sjúkrahús, að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Hann segir að verið sé að ganga úr skugga um það hvort fleiri hafi verið í bifreiðinni.