Mikið að gera í flugeldasölunni á Akureyri

Frá flugeldasölunni í dag.
Frá flugeldasölunni í dag. mbl.is/Þorgeir

„Þetta hefur gengið ljómandi vel. Allir rosalega glaðir og hlakka til áramótanna,“ segir Ingvar Már Gíslason í samtali við mbl.is.

Hann er meðal þeirra sem hafa staðið vaktina í flugeldasölu hjá björgunarsveitinni Súlum síðustu daga.

„Við erum rosalega þakklát fyrir stuðninginn og hversu vel okkur hefur verið tekið í sölunni. Það er mjög góður andi hjá félögunum í björgunarsveitinni Súlum,“ segir hann jafnframt.

Aðspurður segir hann marga hafa gert sér ferð og keypt flugelda hjá björgunarsveitinni í dag.

„Það var stappað frá því við opnuðum í morgun klukkan 9 og síðustu viðskiptavinir eru að labba út núna með bros á vör.“

Flugeldasalan hefur gengið vel.
Flugeldasalan hefur gengið vel. mbl.is/Þorgeir
Ingvar Már Gíslason hefur staðið vaktina síðustu daga.
Ingvar Már Gíslason hefur staðið vaktina síðustu daga. mbl.is/Þorgeir
Margir gerðu sér ferð til björgunarsveitarinnar og keyptu sér flugelda.
Margir gerðu sér ferð til björgunarsveitarinnar og keyptu sér flugelda. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert