Árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Lög­regla var með mik­inn viðbúnað vegna máls­ins og naut aðstoðar …
Lög­regla var með mik­inn viðbúnað vegna máls­ins og naut aðstoðar sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífaárásar sem varð á Kjalarnesi í nótt.

Þetta staðfestir varðstjóri á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír hlutu áverka í árásinni og hafa tveir þeirra verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Sá er hlaut alvarlegustu áverkanna hefur verið útskrifaður af gjörgæslu en liggur enn á sjúkrahúsi.

Lög­regla var með mik­inn viðbúnað vegna máls­ins og naut aðstoðar sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert