Ingileif Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Ingileif hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, þáttastjórnandi á RÚV og framkvæmdastjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Ketchup Creative. Auk þess er hún rithöfundur.
„Hún hefur meðal annars setið í Stúdentaráði Háskóla Íslands, trúnaðarráði Samtakanna’78 og tekið þátt í skipulagningu Druslugöngunnar. Hún er annar stofnenda fræðsluverkefnisins Hinseginleikans sem ætlað er að brjóta upp staðalímyndir um hinsegin fólk, auka sýnileika þess, stuðla að heilbrigðum fyrirmyndum fyrir ungt fólk og útrýma fordómum,“ segir í tilkynningunni.