Leiðir bara upp á fimmtu hæð

Smiðja var tekin í notkun snemma á síðasta ári. Á …
Smiðja var tekin í notkun snemma á síðasta ári. Á 5. hæð eru þrjú fundarherbergi, en titringurinn virðist aðeins bundinn við eitt þeirra. mbl.is/Hákon

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis segir titrings gæta í fundarherbergi á fimmtu hæð í Smiðju, skrifstofuhúsnæði Alþingis, þegar þung farartæki fara harkalega yfir hraðahindrun í Vonarstræti.

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag að þegar hún fundaði ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í Smiðju hefðu þær haldið að jarðskjálftar dyndu yfir. Svo reyndist ekki vera og sagði Inga í greininni ástæðuna hönnunargalla í Smiðju.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka