Fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir vindorkugarð á Hælsheiði í Borgarbyggð. Er reiknað með garðinum í landi Hæls og Steindórsstaða í Flókadal.
Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum, segir í skýrslu um matsáætlunina. Alls er reiknað með 20-30 vindmyllum og yrði hver þeirra með 5-7 MW afl. Miðað við uppsett afl yrði árleg raforkuframleiðsla vindorkugarðsins um og jafnvel yfir 600 gígavattstundir. Lengd spaða á vindmyllunum yrði 75 metrar en hæsti punktur, með spaða í efstu stöðu, yrði 180-250 metrar.
Zephyr Iceland var stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að þróa vindorkuverkefni hér á landi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.