Ríkisstjórnin heldur á Þingvelli

Áætlað er að fundurinn muni standa yfir í heilan vinnudag.
Áætlað er að fundurinn muni standa yfir í heilan vinnudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mun halda vinnufund á morgun í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum.

Þetta segir Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is.

Hún segir að gert sé ráð fyrir því að fundurinn standi yfir í heilan vinnudag en nefndi ekki hvaða mál yrðu á dagskrá.

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði í samtali við Vísi að hann myndi leggja áherslu á Sundabraut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka