Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í fyrstu könnun Gallup í kjölfar þingkosninga og Sjálfstæðisflokkurinn rýfur tuttugu prósenta múrinn.
Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna frá kosningum en Viðreisn tapar mestu fylgi.
Samfylkingin mælist með 21,4% fylgi sem er litlu meira en flokkurinn fékk í kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,1% fylgi en hlaut 19,4% fylgi í kosningunum.
Flokkurinn hefur ekki mælst með yfir tuttugu prósenta fylgi hjá Gallup síðan í október árið 2023.
Viðreisn mælist með 13,8% fylgi sem er tveimur prósentustigum minna en í þingkosningunum. Flokkur fólksins mælist með 13,1% fylgi.
Miðflokkurinn mælist með 12,4% fylgi og Framsókn 6,3%. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6% fylgi en hann fékk 3,8% í kosningunum. Píratar mælast með 3,1% fylgi og Vinstri græn með 2,1% fylgi. Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,6%.