Margir litu við og sumir með söknuði þegar bensínstöð N1 við Skógarsel í Breiðholti í Reykjavík var lokað á gamlársdag. Einn þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og formaður Miðflokksins, sem þarna var dælustrákur á árunum 1990-1995.
„Hér átti ég samstarfsmenn sem sáu hluti í skemmtilegu ljósi og voru betur að sér en ýmsir sérfræðingar. Reynslan hefur líka kennt mér að góðar hugmyndir að ýmsum framfaramálum koma oft úr þessari átt,“ sagði Sigmundur Davíð þegar Morgunblaðið hitti hann í Skógarseli. Þar rifjaði hann upp gamla takta á dælunni undir leiðsögn Halldórs Halldórssonar starfsmanns N1.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.