Lögreglan á Suðurlandi er á leiðinni upp að Hvítá við Brúnastaði til þess að kanna aðstæðurnar þar, að því er segir í tilkynningu Veðurstofu.
Ísstífla hefur myndast í ánni og hefur vatn tekið að flæða fram hjá Flóáveitustíflu og ofan í Flóáveituskurð.
Segir í tilkynningunni að frost hafi minnkað nokkuð snögglega á svæðinu síðdegis í dag með auknu vatnsflæði. Frost herði í nótt og enn frekar um helgina.
„Erfitt er að spá fyrir um þróun þessarar atburðar en Veðurstofan fylgist áfram náið með þróuninni í samstarfi við almannavarnir og lögreglu á svæðinu,“ segir í tilkynningu.
Veðurstofan biðlar til fólks á svæðinu um að gæta sín við árfarveginn og fylgjast með frekari fréttum af stöðunni.