Bifreið valt til móts við Ásmundarstaði

Óhappið átti sér stað um klukkan 12.30.
Óhappið átti sér stað um klukkan 12.30. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifreið hafnaði á hvolfi eftir bílveltu á Suðurlandsvegi til móts við Ásmundarstaði á milli Selfoss og Hellu í dag.

Óhappið átti sér stað um klukkan 12.30. Enginn slasaðist en í bifreiðinni var ökumaður auk eins farþega.

Gæti verið tengt færð

„Þetta gæti verið tengt færðinni. Það er hálka og krap og snjóþekja á víxl,“ segir Þorsteinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, spurður um tildrög slyssins.

Hann vissi ekki til þess að aðrar skemmdir hefðu orðið heldur en á bifreiðinni.

„Það er um að gera að fólk fari varlega í þessu tíðarfari, það er það eina sem gildir,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert