Ekkert spennandi að sjá

Gæslan þótti með meira móti á Þingvöllum.
Gæslan þótti með meira móti á Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að í raun hafi ekki verið neitt spennandi að sjá á vinnufundi ríkisstjórnarinnar í forsetabústaðnum á Þingvöllum í dag.

Gæslan þótti með meira móti en ljós­mynd­ar­ar máttu aðeins mynda ráðherr­ana úr fjar­lægð þegar þeir mættu til fund­ar­ins. Lög­regl­an gætti þess vel að ekki yrði farið of ná­lægt.

„Nei, nei. Ég myndi nú ekkert lesa neitt sérstaklega í það á þessum tímapunkti. Það liggur fyrir að þetta er ný ríkisstjórn og við þurfum að gefa okkur tíma til þess að ræða saman á óformlegum nótum líka,“ segir Kristrún spurð um gæsluna.

Snjó kyngdi niður á Þing­völl­um þegar ráðherra bar að garði.
Snjó kyngdi niður á Þing­völl­um þegar ráðherra bar að garði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundurinn á umræðuformi

Segir hún að það hafi ekki verið fjöldi afgreiðslumála á fundinum heldur hafi hann meira verið á umræðuformi og verið leið til þess að skipuleggja vinnuna fram undan.

„Það skiptir okkur máli að við förum rétt af stað og að það sé réttur skilningur meðal allra ráðherra ríkisstjórnarinnar á því hvað felst í ákveðnum málum innan stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og áherslumála. Það var nú bara fókusinn á þessum fundi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert