Ef litið er til alþjóðlegs samanburðar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru Íslendingar langt frá því að vera sérstök menntaþjóð.
Framboð á ósérhæfðu vinnuafli, vinnuafli sem hefur ekki lokið öðru námi en grunnskólanámi, sem hlutfall af íbúum á aldrinum 25-64 ára, er langtum meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum.
Aðeins fimm ríki í kortlagningu OECD eru með meira framboð af ósérhæfðum starfskrafti og eru það Spánn, Ítalía, Portúgal, Tyrkland og Mexíkó.
Gríðarlegur skortur er á sérhæfðu starfsfólki á Íslandi eins og víða annars staðar en vandinn virðist meiri hér á landi. Fleiri hagsmunasamtök, svo sem Samtök iðnaðarins, hafa lýst áhyggjum af því að fleiri sæki ekki í iðn- og tækninám og vísa meðal annars til samkeppnishæfni landsins. Hafa þau kallað eftir því að í boði sé menntun til að mæta þörfum atvinnulífsins.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.