Ökumaður bifreiðarinnar sem hafnaði í sjónum við Reykjavíkurhöfn á gamlársdag liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans.
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar, segir við mbl.is að rannsókn standi yfir á því hvað hafi gerst en kafarar frá slökkviliðinu fundu manninn og náðu að koma honum upp úr sjónum.
Hann var þá meðvitundarlaus en strax voru hafnar endurlífgunartilraunir og í framhaldi var maðurinn fluttur á Landspítalann.