Óbreytt staða í Hvítá

Áveituskurðurinn og flóðgáttin í gær.
Áveituskurðurinn og flóðgáttin í gær. Ljósmynd/Grétar Einarsson

„Staðan er í sjálfu sér óbreytt frá því í gær og það hafa ekki orðið miklar breytingar á mælitækjum okkar. Við bíðum eftir frekari upplýsingum en í birtingu fer lögreglan á Suðurlandi á svæðið og kannar ástandið.“

Þetta segir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en ísstífla hefur myndast í Hvítá við Brúnastaði og í gær tók vatn að flæða framhjá Flóáveitustíflu og ofan í Flóáveituskurð.

Ingibjörg segir að vatnshæðamælir við stífluna sýni óbreytta hæð frá því um níuleytið í gærkvöld.

„Nú bíðum við bara eftir frekari upplýsingum og myndum frá lögreglunni til að meta ástandið þarna á svæðinu,“ segir hún.

Veðurstofan biðlar til fólks á svæðinu um að gæta sín við árfarveginn og fylgjast með frekari fréttum af stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka