Í dag verður suðaustlæg eða breytileg átt, 3 til 10 metrar á sekúndu og él, en slydda eða snjókoma um tíma á sunnanverðu landinu.
Úrkomulítið verður norðaustan- og austanlands. Frost verður á bilinu 0 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustan til, en hiti verður í kringum frostmark við suðvesturströndina. Heldur vaxandi norðaustanátt verður og dálítil él í kvöld.
Norðaustan og norðan 5-13 m/s verða á morgun. Lítilsháttar él verða norðaustan til og stöku él syðst, annars bjart með köflum. Harðnandi frost.