Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu

Stefanía Sigurðardóttir.
Stefanía Sigurðardóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Stefaníu Sigurðardóttur sem aðstoðarmann sinn.

Stefanía útskrifaðist með BA-gráðu í listrænni viðburðastjórnun árið 2011 frá Rose Bruford College í Lundúnum. Þar var hún fyrst erlendra nema í skólanum kosin forseti stúdentaráðs skólans, að því er segir í tilkynningu.

Stefanía hefur starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar en starfaði áður sem verkefnastjóri viðburða á markaðssviði Háskólans í Reykjavík.

Hún hefur einnig unnið við viðburðastjórnun, markaðsmál og ferðaþjónustu. Hún var jafnframt í kosningastjórn Viðreisnar í nýliðnum kosningum og í kosningastjórn Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta Íslands. Stefanía hefur þegar tekið til starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka