Átök í verslunarmiðstöð

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um öryggisvörð í átökum við …
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um öryggisvörð í átökum við mann í verslunarmiðstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um öryggisvörð í átökum við mann í verslunarmiðstöð. Var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus eftir skýrslutöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þá var tilkynnt um mann í alvarlegu ástandi á hóteli. Hann reyndist óvelkominn á hótelinu og var fluttur af lögreglunni í viðeigandi úrræði á vegum Reykjavíkurborgar.

Lögreglan stöðvaði ökumann fyrir að hafa verið mæst á 78 km/klst þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert