Sörli reisir reiðhöll í Hafnarfirði

Báðar hallirnar verða notaðar til æfinga og námskeiða. Í nýja …
Báðar hallirnar verða notaðar til æfinga og námskeiða. Í nýja húsinu verður áhorfendastúka fyrir 700 manns auk veislusalar. Morgunblaðið/Eggert

„Byggingin mun gjörbreyta allri aðstöðu félagsmanna í Sörla og verður eina reiðhöllin á landinu sem er með sambyggða upphitunarhöll, þannig að keppnisfólk þarf ekki að hita upp úti, eða í nálægum byggingum,“ segir Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla.

Hún segir að nýbyggingin verði rúmir 5.000 fermetrar og reiðgólfið verði 2.580 fermetrar.

Gamla höllin verður notuð sem upphitunarhöll fyrir sýningar sem verða í nýja húsinu. Heildarstærð bygginganna verður 6.000 fermetrar. Framkvæmdir við bygginguna hófust í maí 2023 og er áætlað að þeim ljúki í apríl á þessu ári.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert