148 þúsund mál á borði lögreglu

Lögreglan hafði í nægu að snúast á liðnu ári, einkum …
Lögreglan hafði í nægu að snúast á liðnu ári, einkum lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Karítas

Árið 2024 voru skráð rúmlega 148 þúsund mál hjá lögreglu sem gerir um 405 mál á dag og 17 mál á hverja klukkustund.

Þetta kemur fram í nýrri bráðabirgðaskýrslu ríkislögreglustjóra um störf lögreglunnar um land allt fyrir árið 2024.

Um 31% landsmanna leita til lögreglu með þjónustu eða aðstoð árlega en flest mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það er 59.349 mál. Næstflest mál voru skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum eða 23.264 mál.

Fjöldi mála lögreglu eftir umdæmum.
Fjöldi mála lögreglu eftir umdæmum. Ljósmynd/Lögreglan

Flest brot á laugardögum og fæst á sunnudögum

Þegar litið er til fjölda hegningarlagabrota eftir embættum þá kemur í ljós að flest þeirra eða 77% áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu og næstflest, eða 8%, á Suðurnesjum.

Hegningarlagabrot voru rúmlega 12 þúsund árið 2024 og voru 5% færri en að meðaltali á árunum 2021-2023. Umferðarlagabrotum fækkaði sömuleiðis um fimmtung árið 2024.

Þá er landinn líklegri til þess að gerast brotlegur gegn hegningarlögum á laugardögum og á aðfaranótt sunnudags en fæst hegningarlagabrot eiga sér stað á sunnudagsmorgnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert