Eldur kviknaði í bíl fyrir utan Fjörð

Eldur kviknaði í vél bílsins.
Eldur kviknaði í vél bílsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Eldur kviknaði í bifreið fyrir utan verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum þegar eldurinn kviknaði en hann slapp óhultur.

Þetta seg­ir Stefán Krist­ins­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Hann segir að útkallið hafi borist upp úr klukkan 15 og slökkviliðið sendi einn dælubíl á vettvang.

Vegfarendur hjálpuðu til 

„Það kviknaði í vélinni hjá honum. Af þessu hlaust þó nokkuð mikill reykur og einhver eldur. Það var einhver í bílnum sem kom sér út,“ segir Stefán.

Hann segir að vegfarendur hafi náð að slökkva eldinn að hluta til með slökkvitækjum en slökkviliðið kláraði verkefnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert