Einn bíll var ræstur út frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrr í kvöld vegna elds sem hafði komið upp í gámi sem innihélt flugelda og tertur frá áramótunum.
Þetta upplýsir Steindór Darri Þorsteinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Segir hann mikið af pappa og rusli hafa verið í gámnum og að líklega hafi einhver kveikt í eða kastað blysi ofan í gáminn.
Er slökkviliðið var búið að slökkva eldinn og gámabíll mættur til að fjarlægja gáminn kom í ljós að eldur hafði kviknað aftur í gámnum og var bíll slökkviliðsins því aftur ræstur út.