Það verður norðanátt á landinu í dag, víða á bilinu 10-15 m/s, en 15-23 í vindstrengjum við fjöll, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum.
Það verða él eða snjókoma á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða. Frost verður 3 til 10 stig. Það drengur úr vindi og ofankomu í kvöld og í nótt.
Á morgun verður breytileg átt 3-10 m/s og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Það verða norðan 5-13 m/s austan til með stöku éljum. Frost verður 3 til 14 stig og verður kaldast inn til landsins.