Rúta valt á Þingvallavegi

Engin slasaðist í veltunni.
Engin slasaðist í veltunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúta valt á Þingvallavegi skömmu fyrir klukkan 22 í kvöld. Sautján farþegar voru í rútunni.

Að sögn Steindórs Darra Þorsteinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, slasaðist enginn í veltunni. Var fólkinu komið fyrir í annarri rútu og leiðinni haldið áfram á hótel þar sem hópurinn gistir.

Er nú verið að vinna við að koma rútunni aftur upp á veg og í burtu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert