Tveir sjúkrabílar voru sendir að gatnamótunum við Breiðholtsbraut og Seljaskóga fyrir skemmstu vegna árekstrar.
Að sögn Stefáns Kristinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var áreksturinn ekki alvarlegur. Tveir verða fluttir til skoðunar á sjúkrahúsi.
Sjónarvottur segir miklar umferðartafir á svæðinu.