Draga sprengjuna frá Akureyrarhöfn út á sjó

Tundurduflið verður dregið á haf út þar sem því verður …
Tundurduflið verður dregið á haf út þar sem því verður síðan eytt. mbl.is/Þorgeir

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa komið sprengjunni sem fór í veiðarfæri Bjargar EA í dag aftur ofan í sjó. Verður hún dregin á haf út, þar sem henni verður síðan eytt.

Mikill viðbúnaður hefur verið á hafnarsvæðinu á Akureyri í dag og er sprengjudeild Landhelgisgæslunnar meðal viðbragðsaðila. Var fiskvinnsla útgerðarfélags Akureyrar rýmd í kjölfarið og götulokun við Hjalteyrargötu var í gildi á meðan verið var að færa sprengjuna.

Götulokun hefur nú verið aflétt og er óhætt að hefja störf í fiskvinnslu ÚA að nýju.

Mikill viðbúnaður var á hafnarsvæðinu.
Mikill viðbúnaður var á hafnarsvæðinu. mbl.is/Þorgeir

Í samtali við blaðamann mbl.is segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, tilvik sem þessi koma upp með reglulegu millibili. 

„En sem betur fer þá fer tilfellum sem þessum fækkandi, þ.e. að fiskiskip fái svona sprengjur í veiðarfærin.“

Fiskvinnsla ÚA var rýmd í kjölfarið og götulokun við Hjalteyrargötu …
Fiskvinnsla ÚA var rýmd í kjölfarið og götulokun við Hjalteyrargötu var í gildi á meðan verið var að færa sprengjuna. mbl.is/Þorgeir

Líklega frá seinni heimsstyrjöld

Við nánari rannsókn á sprengjunni fyrr í dag kom í ljós að ekki var um djúpsprengju að ræða eins og talið var fyrst heldur tundurdufl. Tund­ur­dufl er sprengja sem komið er fyr­ir í hafi og er ætlað að granda kaf­bát­um eða skip­um.

Mikl­um fjölda slíkra sprengja var komið fyr­ir í haf­inu um­hverf­is Ísland og víðar um Evr­ópu í seinni heims­styrj­öld­inni og eru þess­ar sprengj­ur enn sjófar­end­um til ama þó liðnir séu tæp­ir átta ára­tug­ir frá stríðslok­um.

„Það er ekki ólíklegt að þessi sprengja sé úr seinni heimsstyrjöld,“ segir Ásgeir.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert