Ræða óróann í Ljósufjallakerfinu

Jarðskjálftar hafa verið tíðir í kerfinu undanfarnar tvær vikur.
Jarðskjálftar hafa verið tíðir í kerfinu undanfarnar tvær vikur. mbl.is/Árni Sæberg

Óróapúls í eldstöðvakerfi Ljósufalla verður á dagskrá fundar bæjarstjórnar Snæfellsbæjar á fimmtudag. Björn H. Hilmarsson forseti bæjarstjórnar staðfestir það í samtali við Morgunblaðið.

Jarðskjálftar hafa verið tíðir við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu undanfarnar tvær vikur og kom óróapúls fram á skjálftamæli í Hítardal á fimmtudag. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir slíkan óróapúls eða -hviðu skýrt merki um kviku að koma sér fyrir í jarðskorpunni á töluverðu dýpi.

Spurður hvort innan stjórnkerfisins sé fólk farið að gera ráðstafanir og huga að undirbúningi vegna hugsanlegra hamfara segir Björn samtalið ekki hafa verið tekið í bæjarstjórn en síðasti bæjarstjórnarfundur var í byrjun desember, áður en fór að bera á óróa.

„Ég geri ráð fyrir að við tökum þetta samtal. Það er bæjarstjórnarfundur í vikunni og þá ræðum við um þetta og þar verður örugglega tekið fyrir hver okkar viðbrögð verða við þessum hræringum sem nú eru,“ segir Björn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert