Ekki hægt að stöðva verkið

búar fjölmenntu á fund borgarstjórnar í gær og áttu samtal …
búar fjölmenntu á fund borgarstjórnar í gær og áttu samtal við borgarstjóra um byggingu vöruhússins við Álfabakka og áhrif þess á nágrennið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samþykkt var í borgarstjórn í gær að ráðast í úttekt á stjórnsýslu borgarinnar í tengslum við umdeilt vöruhús í Álfabakka.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri gagnrýndi stjórnkerfið í ræðu sinni í borgarstjórn í gær þar sem hann vék að því að íbúar sem gerðu athugasemdir við byggingaráformin 2022 hefðu fengið villandi svör.

„Þar var íbúi sem spurði hvort það gæti verið að byggingin gæti verið upp á margar hæðir og fékk það svar að það væri nánast útilokað að svo gæti farið.“

Rætt var á fundi borgarstjórnar hvort stöðva ætti framkvæmdir við Álfabakka. Spurður hvers vegna hann styðji ekki tillögu um verkstöðvun, í ljósi þess sem hann hefur áður sagt um bygginguna, segir Einar að lög og reglur gildi í landinu sem þurfi að fylgja.

„Það er mat byggingarfulltrúans og lögfræðinga umhverfis- og skipulagssviðs að ekki séu lengur lagalegar forsendur til að krefja byggingaraðilana um að stöðva framkvæmdir, þannig að við getum ekki annað en fylgt því.“

Hvað segirðu um kröfuna um niðurrif hússins?

„Ég skil vel að íbúar hafi sterkar skoðanir á þessu húsi, en það getur verið mjög snúið að flytja svo stórt mannvirki eitthvert annað. Ég vona að það verði hægt að gera breytingar á húsinu þannig að það verði skaplegt að búa þarna.“

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins segist gera þá kröfu til borgarstjóra að hann fylgist með því sem gerist inni á hans skrifstofu. „Hann getur ekki lengur skýlt sér á bak við það að hann sé nýi strákurinn í borginni eins og hann hefur oft orðað það. Núna er hann orðinn stóri strákurinn, borgarstjórinn, og hefur verið það í eitt ár. Hann á að hafa eftirlit með því sem gerist inni á hans skrifstofu. Annaðhvort gerði hann það ekki eða hann segir okkur ósatt.“

Um 1.700 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun íbúa í Suður-Mjódd þar sem framkvæmdum við vöruhúsið við Álfabakka er mótmælt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert