Lið fjögurra framhaldsskóla tryggðu sig áfram í spurningakeppninni Gettu betur í kvöld en þar fóru fram fyrstu viðureignir vetrarins.
Lið Verzlunarskóla Íslands vann stærsta sigurinn í kvöld og hafði betur gegn Tækniskólanum 32-13.
Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Fjölbrautaskólann í Ármúla 31-22.
Lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti sigraði mótherja sína í Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi 11-9. Þá var það lið Verkmenntaskólans á Akureyri sem hafði betur gegn liði Verkmenntaskólans á Austurlandi í viðureign sem endaði 20-11.