Gjörónýt eftir brunann

Tvö hjólhýsi brunnu í eldsvoðanum og skemmdust önnur tvö.
Tvö hjólhýsi brunnu í eldsvoðanum og skemmdust önnur tvö. mbl.is/Eyþór

Ekki er enn vitað um orsök eldsvoðans sem kom upp í hjólhýsi við Sævarhöfða í nótt en lögreglan er með málið í rannsókn.

Tvö hjólhýsi brunnu til kaldra kola í brunanum og skemmdust einnig önnur tvö en bruninn kom upp á svæði sem er hjólhýsabyggð.

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir enn sem komið er.
Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir enn sem komið er. mbl.is/Eyþór

Engar nýjar upplýsingar

Að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, liggja engar nýjar upplýsingar fyrir í málinu að svo stöddu. Verið sé að rannsaka málið. 

Einn var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun vegna eldsins og liggja upplýsingar um heilsu hans ekki fyrir enn sem komið er.

Ljósmyndari mbl.is fór á vettvang og eins og myndir sýna var um töluverðan bruna að ræða og tjónið mikið.

mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert