Um 1.700 hafa skrifað undir

Íbúar óska eftir stuðningi almennings vegna hússins.
Íbúar óska eftir stuðningi almennings vegna hússins. Morgunblaðið/Karítas

Kristján Hálfdánarson, íbúi við Árskóga 7, hefur hafið undirskrifta­söfnun á Ísland.is. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi höfðu um 1.700 manns skráð nafn sitt.

Á skjön við samfélagið

„Undirrituð gera alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Við álítum að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð. Íbúar eru uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, þá sér í lagi þungaflutninga, um svæðið. Efumst við um að framkvæmdir standist mat á umhverfisáhrifum,“ segir í inngangi að undirskriftasöfnuninni á vefnum Island.is.

Skuggavarp og birtuskerðing

Þar segir enn fremur að íbúar telji byggingarmagn og hæð byggingarinnar hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem muni hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.

„Að lokum teljum við að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt í frá í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og hvorki uppfyllt kröfur stjórnsýslulaga né skipulagslaga. Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag,“ segir einnig á Island.is.

Gildistími listans er til 24. janúar næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert