Maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með því að hafa á tímabilinu 16.-19. apríl 2021 sent 13 ára gömlum dreng mynd af getnaðarlimi sínum í gegnum einkaskilaboð á samskiptamiðlinum Snapchat.
Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en með framangreindu er hann sagður hafa sýnt ósiðlegt athæfi og var háttsemin jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi drengsins að því er fram kemur í ákærunni.
Að hálfu forráðamanns drengsins er gerð krafa um greiðslu miskabóta og málskostnaðar úr hendi hins ákærða. Þess er krafist að ákærða verði gert að greiða miskabætur að fjárhæð 800 þúsund krónur auk vaxta.