Réðust að tveimur mönnum fyrir utan neyðarskýlið

Neyðarskýlið við Lindargötu.
Neyðarskýlið við Lindargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir gegn tveimur öðrum mönnum fyrir utan neyðarskýlið við Lindargötu í júlí árið 2023. 

Í ákæru málsins kemur fram að fyrri maðurinn hafi slegið fyrra fórnarlambið með glerflösku í höfuðið með þeim afleiðingum að sá fékk áverka á gagnauga og höku.

Seinni árásarmaðurinn er ákærður fyrir að hafa sparkað og slegið með krepptum hnefa seinna fórnarlambið í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut sprungna vör og tapaði framtönn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert