Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir stóran hluta landsins aðfaranótt sunnudags.
Viðvarirnar taka gildi klukkan 2 eftir miðnætti á laugardagsnótt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og nokkru síðar á Suðausturlandi og á miðhálendinu.
Gert er ráð fyrir alhvassri suðaustanátt og rigningu og má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli, vatnavöxtum í ám og lækjum og álagi á fráveitukerfi.
„Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.