Í dag verða suðaustan 8-13 m/s með skúrum eða slydduéljum en vindur verður hægari með skýjuðu veðri á köflum norðaustanlands. Það hlýnar í veðri þegar líður á daginn og hitinn verður 0-6 stig seinni partinn en vægt frost austan til.
Á morgun verða sunnan 8-15 m/s, hvassast norðanlands. Rigning með köflum, en skýjað og þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti verður 0 til 7 stig.
Aðfaranótt sunnudags á að ganga í suðaustan hvassviðri með rigningu og má þá búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavexti í ám og lækjum.