Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á samtals 2 kg af kókaíni til landsins, en fólkið kom með flugi frá Barcelona á Spáni til Keflavíkurflugvallar í október.
Voru karlmennirnir með efnin falin í skófatnaði sínum, en konan með þau í nærbuxum sínum.
Í ákæru sem embætti héraðssaksóknara hefur gefið út var styrkleiki efnanna 84-86%.
Var fyrsti maðurinn með tæplega 800 gr. falin í skófatnaði sínum, konan með tæplega 600 gr. í nærfatnaði sínum og seinni maðurinn með rúmlega 650 gr. í skófatnaði sínum.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn.