Réðst á mann og keyrði á hann

Maðurinn réðst á annan mann við Atlantsolíu í Reykjanesbæ og …
Maðurinn réðst á annan mann við Atlantsolíu í Reykjanesbæ og keyrði svo á hann.

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ráðist að öðrum karlmanni þar sem þeir sátu saman í bifreið við Atlantsolíu við Hólagötu í Reykjanesbæ í ágúst 2021.

Í kjölfar þess að hafa ráðist ítrekað að ökumanni bifreiðarinnar með hnefahöggum í höfuð náði bílstjórinn að yfirgefa bifreiðina. Fór þá árásarmaðurinn í bílstjórasætið og ók bifreiðinni á hinn manninn með þeim afleiðingum að hann hafnaði upp á vélarhlíf og síðan framrúðu bifreiðarinnar.

Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut meðal annars heilahristing, óverka á höfði, tognun á hálshrygg og ýmiss önnur eymsli.

Fer maðurinn sem fyrir árásinni varð fram á 1,5 milljónir í bætur.

Til viðbótar er árásarmaðurinn ákærður fyrir að hafa ekið bifreiðinni frá bílastæðinu við Atlantsolíu niður í bæ í Reykjanesbæ undir áhrifum amfetamíni og annarra vímuefna og endaði með að keyra á aðra bifreið á gatnamótum á Hringbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert