Segja flugbraut Reykjavíkurflugvallar ekki örugga

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Sigurður Bogi

Loka á annarri tveggja flugbrauta Reykjaflugvallar sem fyrst sökum þess að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð sem, að mati Samgöngustofu, er nauðsynlegt til þess að tryggja flugöryggi.

Vísir greinir frá en í umfjöllun miðilsins kemur fram að Isavia hafi borist erindi frá Samgöngustofu í gær um að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.

Felldu 45 tré í september

Haft er eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóri á Vísi að málið koma honum á óvart. Segist hann ekki hafa fengið formlegt erindi um að fella trén, sem séu á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbrautina.

Segir Einar að borgin hafi fellt öll tré sem fari upp í hinn lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveði á um að sé án hindrana og að borgin hafi síðast fellt 45 tré í september.

Hins vegar hafi það byggt á gömlum mælingum og út frá nýjum hæðarmælingum kom í ljós að fleiri tré þurftu að vera felld sem borgarstjórinn segir borgina tilbúna til að gera undir eins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert