Sjö fluttir á sjúkrahús og aðgerðum lokið

Rúturnar rákust saman við Gaddstaðaflatir á Hellu.
Rúturnar rákust saman við Gaddstaðaflatir á Hellu. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjö voru fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsli eftir að tvær rútur skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu í morgun.

Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, við mbl.is.

Hann segir að erlendir ferðamenn hafi verið í báðum rútunum, um 50 talsins. Aðrir en þeir sem voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli voru fluttir á Hótel Stracta en rútufyrirtækin hafa nú sótt þá.

Sveinn Rúnar segir að aðgerðum lögreglu á vettvangi sé lokið og búið sé að opna Suðurlandsveginn sem var lokaður í kjölfar slyssins. Hann segir tildrög slyssins sé í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert