Bæði ökutækin sótt á dráttarbifreið

Ekki kemur fram hvort slys hafi orðið á fólki.
Ekki kemur fram hvort slys hafi orðið á fólki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarslys varð í Hafnarfirði í gær eða í nótt, þar sem nota þurfti dráttarbifreið til þess að fjarlægja bæði ökutækin.

Málið er í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Ekki kemur fram hvort slys hafi orðið á fólki.

Ölvaður maður olli umferðarslysi

Þá kemur fram að lögregla hafi handtekið ölvaðan ökumann sem olli umferðarslysi. Var hann vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

60 mál voru bókuð hjá lögreglu á tímanum og fimm gistu fangageymslu í morgunsárið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert