Hefði mjög gjarnan viljað hitta hann

Sólveig Kristín Einarsdóttir við legstein afa síns, Þorvarðar Þorvarðarsonar, í …
Sólveig Kristín Einarsdóttir við legstein afa síns, Þorvarðar Þorvarðarsonar, í Hólavallagarði. mbl.is/Árni Sæberg

„Þorvarður Þorvarðarson afi minn var afar merkilegur maður sem naut vinsælda og virðingar á sinni tíð. Hann var málamiðlari og flinkur að ná fólki saman en líka dugnaðarforkur og mikill baráttumaður fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hann var með gott jarðsamband og vissi hvernig fólkinu leið. Ég hefði mjög gjarnan viljað hitta hann og jafnvel ganga með honum eins og eina 1. maí-göngu,“ segir Sólveig Kristín Einarsdóttir, rithöfundur og barnabarn Þorvarðar.

Þorvarður lét til sín taka í atvinnulífi, stjórnmálum, verkalýðsréttindum og menningarmálum í Reykjavík á fyrstu áratugum síðustu aldar

Hann lést árið 1936, þremur árum áður en Sólveig sjálf kom í heiminn. Í dag, laugardag, verður afhjúpaður nýr legsteinn í Hólavallagarði við leiði Þorvarðar og seinni eiginkonu hans, Gróu Bjarnadóttur, tveggja sona þeirra og sonar Þorvarðar af fyrra hjónabandi.

Fann ekki legsteininn

Forsaga málsins er sú að frændi Sólveigar, Ágúst Freyr Takács Ingason, sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, komst að því að Þorvarður, sem er langalangafi hans, hvíldi í Hólavallagarði. Hann gekk reglulega um garðinn en fann aldrei legsteininn, þrátt fyrir mikla leit. Ágúst fór því að grennslast betur fyrir um málið og fann í framhaldinu staðinn en þar var engan legstein að finna. Þá komst hann að því að það er ekki aðeins Þorvarður sem hvílir þarna, heldur líka Gróa og synirnir þrír. Þetta var vorið 2020.

Þorvarður Þorvarðarson.
Þorvarður Þorvarðarson.


Afkomendum Þorvarðar þótti miður að enginn legsteinn væri við gröf hans, þannig að sex manna nefnd var skipuð, sem í sátu þrjár konur og þrír karlar, og árið 2021 hófst söfnun til að fjármagna steininn. Heimsfaraldurinn tafði það verk aðeins en nú er allt tilbúið.

Ítarlega er fjallað um Þorvarð Þorvarðarson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og rætt nánar við Sólveigu. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert