Hestamenn og Sorpa leita lausna með hrossataðið

Sorpa rukkar 26 krónur í móttökugjald fyrir hvert kíló.
Sorpa rukkar 26 krónur í móttökugjald fyrir hvert kíló. mbl.is/Eyþór

Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts ásamt Sorpu vinna nú að sameiginlegri lausn á því vandamáli sem skapast hefur eftir að losunarstöðum fyrir hrossatað var lokað af heilbrigðiseftirlitinu í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hestamannafélaganna og Sorpu.

Ekki náðist í Tómas Guðberg Gíslason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, um ástæðu þess að losunarstöðum var lokað.

Í tilkynningunni kemur fram að strax og losunarstöðum var lokað í október sl. höfðu forsvarsmenn hestamannafélaganna samband við Sorpu og var fljótlega fundað varðandi þá verðskrá sem þar er í gildi varðandi móttöku á taði.

Vilji er hjá Sorpu til að endurskoða þá verðskrá. Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir ekki tímabært að segja til um hversu mikið gjaldið verði lækkað en stefnt sé að því að ná lausn sem allir geti unað við.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert