Borgarfulltrúar verða varir við titring í fundarsal borgarstjórnar í Ráðhúsinu í Reykjavík í sama mund og strætisvagn ekur yfir hraðahindrun í Vonarstræti.
Alþingismenn sem sitja fundi á efstu hæð Smiðju, skrifstofubyggingar Alþingis sem stendur hinum megin Vonarstrætis, verða einnig varir við titring af sömu sökum, eins og greint hefur verið frá.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segist í samtali við Morgunblaðið hafa orðið var við titring í fundarsal borgarstjórnar sem hann hélt að kynni að vera jarðskjálfti, en þegar að hafi verið gáð hafi komið í ljós að titringsins gætti þegar strætisvagni var ekið yfir téða hraðahindrun.
Hann segir að fyrst hafi orðið vart við þetta eftir að hin nýja skrifstofubygging Alþingis, Smiðja, hafi verið tekin í gagnið.
Hann segist ekki einn um að hafa orðið þessa var.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.