Eldur í ruslagámi í Kópavogi

Eldur kom upp í ruslagámi í Kópavogi.
Eldur kom upp í ruslagámi í Kópavogi. mbl.is/Eyþór

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna elds í ruslagámi á Álfaheiði í Kópavogi.

Enn logar í eldinum að því er varðstjóri slökkviliðsins segir frá. Ekki er talið að hætta sé á ferðum en ruslagámurinn stendur við leikskóla. 

Mestar líkur eru taldar á því að kveikt hafi verið í gáminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert