Ísstíflur í ám víða um landið

Kort sem sýnir útbreiðslu ísstífluflóðs við Kríutanga (ÍJS-8) og Langatanga …
Kort sem sýnir útbreiðslu ísstífluflóðs við Kríutanga (ÍJS-8) og Langatanga (ÍJS-7), rétt neðan við flóðgátt Flóaáveitunnar. Kortin eru úr hættumati vegna vatnsflóða í Ölfusá sem gefið var út af Veðurstofu Íslands árið 2019. Kort/Veðurstofa Íslands

Víða um land eru ísstíflur í ám. Mikil ísstífla er í Ölfusá neðan við Flugunes og í Hvítá við Brúnastaði. Ísstíflan við Brúnastaði hefur lengst tölvuert í vikunni og náði um 6,5 km upp með ánni. Mælingar hafa ekki verið gerðar síðan. 

Þetta segir í færslu Eldfjalla- og náttúruváhóps Suðurlands á Facebook. 


Spáð er hláku í dag og næstu daga með talsverðum hlýindum og úrkomu. Afrennsli áa mun aukast og því gætu orðið vatnavextir í ám. 

„Ísstíflur og ísilagðar ár geta haft áhrif á útbreiðslu flóða. Þrepahlaup geta orðið í ám auk þess sem ís veldur minnkaðri flutninsgetu áa og þannig hleypt vatni upp úr farvegi áa (eins og gerðist í síðustu viku við Brúnastaði). Ísstíflur eru í eðli sínu óstöðug og óútreiknanleg fyrirbæri og því erfitt að spá fyrir hvað muni gerast,“ segir í færslunni. 

Horft yfir Hvítá og Merkurhraun fimmtudaginn 9. jan. Hestfjall á …
Horft yfir Hvítá og Merkurhraun fimmtudaginn 9. jan. Hestfjall á vinstri hönd. Ísstíflan náði til móts við Krossgil. Facebook

„Ef vatnavextir yrðu miklir í ánni og ísstíflan við Brúnastaði myndi hleypa ánni upp má gera sér grein fyrir því hvert vatn myndi flæða og hvernig útbreiðsla flóðsins yrði. Í stórum dráttum myndi vatn líklegast flæða niður með aðalveituskurðinum og til vesturs frá honum. Suðurlandsvegur er hindrun í flæði vatns til suðurs og myndi vatn því renna meðfram þjóðveginum til vesturs í átt að Selfossi. Töluverður hluti vatns myndi að sjálfsögðu einnig renna niður Volann og víðfeðmt skurðakerfi Flóans. Að sjálfsögðu er þetta aðeins til viðmiðunar og ekki víst að flóð verði í ánni að þessu sinni,“ segir í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert