Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, kveðst ekki hafa leitt hugann að framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi í lok febrúar. Hann segir framboð til varaformanns eða ritara ekki koma til greina.
Þetta segir hann í samtali við mbl.is.
Kemur til greina að þú bjóðir þig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum?
„Nei, ég hef ekki hugleitt það,“ svarar Halldór.
Halldór er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við framboð í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í hádeginu að breyta ekki dagsetningu landsfundar flokksins. Fer hann því fram dagana 28. febrúar til 2. mars.
Kemur til greina að þú bjóðir þig fram í annað embætti í forystunni, varaformann eða ritara?
„Nei, aukahlutverk henta mér illa,“ svarar Halldór