Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ráðið Jón Magnús Kristjánsson lækni og Guðríði Láru Þrastardóttur lögfræðing, sem aðstoðarmenn sína.
Guðríður Lára hefur verið aðstoðarmaður þingflokks Samfylkingarinnar frá árinu 2022. Hún er með BA- og ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en fyrir það starfaði hún sem héraðsdómslögmaður hjá OPUS-lögmönnum og VALVA-lögmönnum árin 2008-2014.
Árin 2015 til 2022 starfaði hún sem lögfræðingur í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Jón Magnús er sérfræðingur í bráðalækningum og fyrrum yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá háskólanum í Reykjavík og diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Býr hann að víðtækri starfsreynslu í heilbrigðiskerfinu og hefur áður starfað í heilbrigðisráðuneytinu þar sem hann var árið 2022 leiddi tímabundið viðbragðsteymi til að efla bráðaþjónustu á landsvísu.
„Ég tel mikinn feng í því að hafa fengið Jón Magnús og Guðríði Láru mér til aðstoðar. Þau hafa bakgrunn, menntun og reynslu á ólíkum sviðum,“ er haft eftir Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra.