Hitinn fór upp í 15 stig

Bærinn Kvísker er austasti bærinn í Öræfum.
Bærinn Kvísker er austasti bærinn í Öræfum. Kort/Map.is

Það hafa heldur betur orðið umskipti í veðrinu en frostakaflinn mikli er að baki, í bili að minnsta kosti, og sjá má rauðar tölur víðast hvar. Á bænum Kvískerjum í Öræfum mældist hitinn 15,6 stig í nótt og þá mældist 13 stiga hiti í Skaftafelli.

Núna klukkan 10 var hitinn á Kvískerjum dottinn niður í 7,6 stig og 3,7 stig í Skaftafelli.

Klukkan 10 mældist um 4 stiga hiti í Reykjavík og hitinn var við frostmark á Akureyri á sama tíma.

Veðurstofan spáir annars suðlægri átt 3-10 m/s síðdegis í dag og dálítilli vætu í flestum landshlutum. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig.

Á morgun er gert ráð fyrir sunnan 8-15 m/s með talsverðri rigningu og súld, en úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu. Hiti verður víða 5 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert