Íbúar uggandi vegna sprenginga

„Þetta veldur gríðarlegu ónæði fyrir íbúa,“ segir talsmaður Vina Vatnsendahvarfs …
„Þetta veldur gríðarlegu ónæði fyrir íbúa,“ segir talsmaður Vina Vatnsendahvarfs um sprengingar við veginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Íbúar í nágrenni við Vatnsendahvarf lýsa ónæði af sprengingum sem hafa orðið þar og segja þær jafnast á við stóra jarðskjálfta. Þær tengjast framkvæmdum við Arnarnesveg þar sem verið er að losa stóra klöpp uppi á hæðinni.

„Þetta kemur alltaf reglulega, eins og það séu bara stórir jarðskjálftar,“ segir íbúi í Kleifakór í samtali við Morgunblaðið. Hún lýsir því að myndir á veggjunum hafi titrað þegar stór sprenging varð á föstudag. „Það hristist allt.“

Íbúi við Jakasel, hinum megin við hæðina, lýsir sprengingunum eins og smáum jarðskjálftum. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé í lagi með húsin,“ segir íbúinn. „Við héldum að þessu væri lokið. Fólk er að labba hérna um á göngustígunum.“ Hún segir að áður en sprengt sé heyrist viðvörunarhljóð – „slitrótt píp“ – og svo fylgir höggið í kjölfarið.

Sprengingarnar eru til þess að losa klöpp í Vatnsendahvarfi en framkvæmdin tengist lagningu Arnarnesvegar. Þessi kafli framkvæmdanna hófst í haust en framkvæmdaraðilar tjáðu íbúum þá að honum lyki um áramót. En hæðin skelfur enn. Sprengingarnar héldu áfram í síðustu viku og munu halda áfram á næstu dögum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert