„Þetta hegðar sér eins og tölvuárás“

Tölvu­kerfi Toyota og Bílanaust liggja niðri og er talið að …
Tölvu­kerfi Toyota og Bílanaust liggja niðri og er talið að árás hafi verið gerð á kerf­in aðfaranótt mánu­dags.

„Við viljum ekki fullyrða neitt fyrr en við höfum fengið þetta staðfest en þetta hegðar sér eins og tölvuárás,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi.

Tölvu­kerfi Toyota og Bílanaust liggja niðri og er talið að árás hafi verið gerð á kerf­in aðfaranótt mánu­dags.

Í samtali við blaðamann mbl.is segir Páll sérfræðinga hafa verið fengna inn til þess að vinna með tölvudeild Toyota um leið og vandinn uppgötvaðist í morgun.

Halda uppi eins eðlilegri starfsemi og hægt er

Ekki liggi fyrir hvaða áhrif það kunni að hafa á starfsemina ef bilunin reynist vera árás eða af hvaða toga hún sé.

„Við ætlum að reyna að halda uppi eins eðlilegri starfsemi og við getum,“ segir Páll.

Síma­sam­band við skipti­borð Toyota liggur niðri eins og er en hægt er að hafa sam­band í síma 693-3088 og 693-3080 og á vef­spjalli á toyota.is sem virkar enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert